Óvæntur haust glaðningur ❤️ Surprise in the fall ❤️

Óvæntur haust glaðningur ❤️ Surprise in the fall ❤️

Íslenska efst / english bellow the photos 


Hænan mín hún Rymmugígur hefur haldið sig fjarri hinum hænunum seinustu vikurnar og við vitum að veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska seinustu vikur en það var greinilegt að hún hélt sig undir palli sama hvað veðrið bauð henni upp á og lá á eggjum. Var nú ekki bjartsýn fyrir hennar hönd búið að frjósa á hana og allt saman í viðbót við að vera gegnsósa af rigningu, hagli og öllu því sem þetta haust hefur haft upp á að bjóða í ár en krossaði fingur hennar vegna að eitthvað kæmi hjá henni þrátt fyrir slæmt tíma val.

Í gær er ég var úti í garði að möndla mig við það að fara að ná í dóttur mína er ég heyrði afar skært pípt og viti menn haldiði að hún hafi ekki komið undan pallinum með 3 litla ofur krútt hnoðra sem skulfu við hvert fótmál á eftir mömmu sinni sem tók strikið beint að fóður dallinn sem ég hafði passað mig að hafa úti fyrir hana þar sem hún gæti gengið í hann óáreitt þegar hún þurfti þess.

Með ketti á svæðinu var ekki sniðugt að glorsoltin stolt unga mamma með 3 litla hnoðra væru lausir og kaldir svo að ég ákvað að sjá hvernig henni liði með að ég tæki upp ungana og hitaði þeim í höndum mér.

Rymmugígur var hin rólegasta með það og gúffaði í sig mat og drykk.

Svo að við náðum að koma henni og ungunum inn í hundabúr inni hjá hinum hænunum þar sem hún safnar orku með mat og drykk og hugar að ungunum þar til hún getur svo verið alveg laus aftur með ungana og í kringum hinar hænurnar með sér opið herbergi áfram fyrir þau í hunda búrinu 🥰

Eigið frábæran dag 🥰

Knús

Fanndís

Baby chicken Baby chicken

My hen Rymmugígur has stayed away from the other hens the last few weeks and the weather has not been the best in the last few weeks but it was clear that she stayed under the porch no matter what the weather offered her and laid on her eggs. I wasn’t to optimism that she would manage the task she set herself, it was piss raining , hail, frost and everything else this autumn has offer this year, but crossed my fingers that something would come from her despite for bad time selection.

Yesterday I was out in the yard getting ready to get my daughter when I heard a very loud beep and what do you think I saw? My hen had come out from under the porch with 3 little super cute fluff balls that trembled at every step after their mom who took the line straight to the food that I had made sure to have outside for her where she could walk into it undisturbed when she needed it.

With cats in the area, it was not good that the proud young mother with 3 small fluff balls was loose and cold, so I decided to see how she felt about me picking up the little ones and warming them in my hands.

Rymmugígur was the calmest with it and ate and drank.

So we managed to get her and the chicks into the chicken coop and inside a separate space in a dog cage with the other hens around where she collects energy with food and drink and cares for the little chicks until she can then be completely free again with the chicks and around the other hens with an open extra safe room for them in the dog cage 🥰

Have a fantastic day 🥰

Hugs

Fanndís 

Back to blog

Leave a comment

Please note, comments need to be approved before they are published.